7. september 2015 |
Mengun í neysluvatni
Sýni úr neysluvatni í Króksfjarðarnesi sem tekið var fyrir skömmu stóðst ekki gæðakröfur vegna gerlamengunar. Annað sýni sem tekið var litlu síðar á öðrum stað úr sömu veitu gerði það ekki heldur. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða er að leita skýringa en á meðan annað hefur ekki verið tilkynnt er fólk sem notar þessa vatnsveitu beðið að sjóða vatnið til öryggis.