Tenglar

2. desember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Mengunarmælir kominn í gagnið á Reykhólum

Skrifstofa Reykhólahrepps hefur keypt mengunarmæli til að fylgjast með brennisteinsdíoxíði í andrúmslofti. Brennisteinsdíoxíð er efnið skaðvæna sem kemur frá eldgosinu í Holuhrauni og berst um land allt eftir vindátt hverju sinni. Mælirinn er hafður fyrir utan skrifstofuna við Maríutröð á Reykhólum. Lesið er af honum einu sinni til þrisvar á dag og birtast niðurstöðurnar á þessari síðu á vef Umhverfisstofnunar.

 

Smella þarf á flipann sem á stendur Handmælar (sjá myndina, smellið á hana til að stækka). Þá koma upp þeir staðir þar sem slíkir mælar eru í notkun. Eingöngu eru sýndar skráningar á síðustu fjórum klukkustundum. Búast má við því að sjaldnar en ella sé lesið af mælum þegar vindáttir valda því að litlar eða engar líkur eru á mengun á viðkomandi stað.

 

Á tilgreindri síðu á vef Umhverfisstofnunar má finna upplýsingar af öllu tagi um loftmengun.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30