Tenglar

13. apríl 2011 |

„Menn virðast vera búnir að gleyma ýmsu“

Gunnlaugur Pétursson.
Gunnlaugur Pétursson.
„Þórólfur Halldórsson skrifaði nýlega pistil á Reykhólavefinn og á bb.is um leið B og það gerði einnig Úlfar B. Thoroddsen, sem telur „óbilgjarna afstöðu landeigenda á Hallsteinsnesi“ hafa staðið í vegi fyrir þessari leið. Þetta sama álit kemur fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu þann 8. apríl, þar sem ekki er hægt að skilja annað en að eingöngu „landeigendur hafi staðið í vegi fyrir leið B“. Þar stendur einnig að „Hæstréttur hafi ógilt úrskurð umhverfisráðherra vegna galla í umhverfismati“. Þetta hvort tveggja er auðvitað ekki rétt ...

 

Það var ekki umhverfismatið sem féll í Héraðsdómi og í Hæstarétti vegna galla, heldur úrskurður fyrrverandi umhverfisráðherra í kjölfar þess. Þess má geta að bæði dómstig voru fjölskipuð, 3 dómarar í Héraðsdómi og 5 í Hæstarétti, og enginn þeirra skilaði sératkvæði.

 

Mér finnst því rétt að birta hér brot af umsögnum um Teigsskóg og leið B, því að menn virðast vera búnir að gleyma ýmsu varðandi þetta mál. Allar feitletranir eru mínar og sums staðar er ég með athugasemdir eða skýringar. Ég gæti einnig birt samsvarandi og fjölmargar umsagnir um þveranir Djúpafjarðar og Gufufjarðar, áhrif leiðar B á arnarvörp, uppeldisstöðvar skarkola og þangnám í Djúpafirði og margt fleira, en það verður að bíða, svo og vangaveltur um umferðaröryggi á leiðum B og D og jarðgöng undir Hjallaháls.“

 

Þannig hefst grein Gunnlaugs Péturssonar verkfræðings um vegamál í Austur-Barðastrandarsýslu. Greinina í heild er að finna undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin, ásamt mörgum öðrum greinum þar sem fram koma ólík sjónarmið í þessu máli.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31