Tenglar

24. nóvember 2010 |

Menning í Reykhólahreppi um komandi helgi

Fyrstu helgina í aðventu, 27. og 28. nóvember, verður mikið um að vera í Reykhólahreppi. Kosning til stjórnlagaþings verður á laugardaginn kl. 10-18 í nýja bókasafninu í Reykhólaskóla. Hinn árlegi jólamarkaður í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi verður báða dagana kl. 13-18. Þar verða til sölu handverksmunir, jólapappír og kort, jólaseríur og perur, bækur, greni fyrir aðventukransana og margt fleira. Söluaðilar eru Handverksfélagið ASSA, Kvenfélagið Katla, Lionsdeildin Reykhólum, Björgunarsveitin, Vinafélag Barmahlíðar og fleiri. Kvenfélagið Katla verður einnig með kaffisölu.

 

Leikfélagið Skrugga verður með skemmtun í íþróttahúsinu á Reykhólum á laugardagskvöldið kl 21. Húsið opnað kl. 20.30. Aðgangseyrir 1.000 krónur.

 

Frjáls leiktími verður í íþróttahúsinu á Reykhólum á sunnudaginn kl. 11-12.

 

Tökum þátt - verum virk - höfum gaman saman.

Með von um að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

 

- Kveðja, skrifstofa Reykhólahrepps.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30