Tenglar

11. ágúst 2022 | Sveinn Ragnarsson

Menningarkvöld á laugardagskvöld

Þörungaverksmiðjan hefur veitt Reykhóladögum styrk og þar með getum við fellt niður aðgangseyri á menningarkvöldið. Við þökkum þeim kærlega fyrir og vonum að þið mætið sem flest. Minnum á skráningu. Sjáumst í íþróttahúsinu!

 

20:00 Húsið opnað fyrir menningarkvöld.

Menningarkvöldið hefst svo stundvíslega klukkan 20:30.

 

Bergsveinn Birgisson flytur kynninguna Uppruna mýta Íslands og landnám Breiðafjarðar. Þar sem farið verður um slóðir svarta víkingsins og kannað hvernig skrifað var um landnámið á miðöldum, og það sem vantar í þá sögu.

 

Elfar Logi verður með skemmtilegt sögu sprell, um sögur úr nágrenninu.

 

Gulla á Gróustöðum með langa nafnið og hinn Helgi Víkingur verða veislustjórar og munu stýra PowerPoint karaoke þar sem vel valdir einstaklingar munu sýna listir sinar í kynningum á hlutum tengdum sveitarfélaginu án undirbúnings.

 

Ásamt því að Hlynur Snær tekur nokkur lög með okkur og mun svo spila fram eftir nóttu á Báta- og Hlunnindasýningunni.

Kvenfélagið selur léttar veitingar.

 

Skráning á johanna@reykholar.is eða með því að senda SMS í síma 6982559 til að hægt sé að gera ráð fyrir sætafjölda.

 

Þessi viðburður er ætlaður fullorðnum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31