Tenglar

20. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Menningarráð: 56 verkefnastyrkir veittir

Eggert Björnsson er meðal þeirra sem fengu verkefnastyrki. Myndin var tekin á Reykhólum fyrir nokkrum árum.
Eggert Björnsson er meðal þeirra sem fengu verkefnastyrki. Myndin var tekin á Reykhólum fyrir nokkrum árum.

Menningarráð Vestfjarða tilkynnti í gær um úthlutun tvenns konar styrkja, annars vegar stofn- og rekstrarstyrkja til stofnana, félaga og fyrirtækja á sviði menningarstarfsemi og hins vegar verkefnastyrkja til afmarkaðra menningarverkefna. Skrá um fyrrgreindu styrkina birtist hér á vefnum í gær en hér kemur skráin um verkefnastyrkina, sem eru 56 talsins.

 

Heiti verkefnis er fremst en umsækjandi innan sviga.

 

Kr. 1.000.000

  • Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda (Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda)
  • Act alone 2013 (Act alone)
  • 11. tónlistarhátíðin Við Djúpið 2013 (Við Djúpið, félag)
  • Aldrei fór ég suður - tónlistarhátíð á Ísafirði páskana 2013 (Aldrei fór ég suður, félag)
  • Rauðasandur Festival 2013 (Rauðasandur Festival)
  • Starf og viðburðir í Menningarmiðstöðinni Edinborg árið 2013 (Menningarmiðstöðin Edinborg)

 

Kr. 800.000

  • Mölin - Tónleikaröð (Björn Kristjánsson)
  • Námskeið - leiklist, dans og söngleikur (Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar)

 

Kr. 600.000

  • Fjalla-Eyvindur og Halla, leikrit (Kómedíuleikhúsið)

 

Kr. 500.000

  • Í byrjun tveggja alda (Stofnun Rögnvaldar Á. Ólafssonar)
  • Hrafn Sveinbjarnarson - höfðingi, pílagrímur og læknir (Valdimar J. Halldórsson)
  • Pönk á Patró, tónlistarhátíð fyrir börn og með börnum (Pönk á Patró - Tónlistarhátíð)
  • WAF - Westfjord ArtFest 2013 (Litli Vísir ehf)
  • Jón Indíafari söngleikur (Vestfirska skemmtifélagið)
  • Saga hvalveiða á Langeyri (Vilborg Arnarsdóttir)
  • Heimildamynd um Ísafjörð (Guðmundur Tryggvi Ásbergsson)
  • Inndjúpið (Hugveitan ehf)
  • Fjallabræður á tónleikum - heimildamynd (Gláma)
  • Lúðrasveitin hennar Maríu - heimildamynd (Haukur Sigurðsson)
  • Sigvaldi Kaldalóns leiksýning (Kómedíuleikhúsið)
  • Galdrastafir (Ragnar Ingi Hrafnkelsson & Smári Gunnarsson)
  • Baunagrasið 2013 (Baunagrasið Bíldudal)

 

Kr. 400.000

  • Hafmaður - Skrímsli í raunstærð (Félag áhugamanna um Skrímslasetur)
  • O Flateyri moje! (Arnaldur Máni Finnsson/Lab Loki)
  • Hugprúði Bolvíkingurinn (Einarshúsið ehf)
  • Afmælishátíð Minjasafns Egils Ólafssonar (Minjasafn Egils Ólafssonar)
  • Frönsku fiskimennirnir á faraldsfæti (Látraröst ehf)
  • Námskeið fyrir menntaskólastúlkur í gerð þjóðbúninga (Þjóðbúningafélag Vestfjarða)
  • Bátasmíði - arfur fortíðar (Eggert Björnsson)
  • Handritin alla leið heim - afhending Kvæðabókar úr Vigur (Byggðasafn Vestfjarða, Félagsbúið Vigur, Stofnun Árna Magnússonar)

 

Kr. 300.000

  • List á Vestfjörðum 2013 - tímarit (Félag vestfirskra listamanna)
  • Trommur og töfrateppi (Soffía Vagnsdóttir)
  • Húsin í bænum (Sigurjón J. Sigurðsson og Sigurður Pétursson)
  • Heyrðu mig nú, önnur þáttaröð (Fjölnir Már Baldursson)
  • International residency of artists in Þingeyri autumn 2013 (Simbahöllin ehf)
  • Sunnukórinn 80 ára - sögusýning (Sunnukórinn)
  • Maska - Ljósmyndasýning um grímubúningahefð á norðanverðum Vestfjörðum frá 1900 til 1950 (Sigurður Gunnarsson)

 

Kr. 250.000

  • Menningar- og sögusýning í Skálavík (Bæring Freyr Gunnarsson)
  • Leiksýningin Félegt fés (Leikfélag Bolungarvíkur)
  • Leikritið Saumastofan (Leikfélag Flateyrar)
  • Gúttó - Hlegið hátt og dansað dátt í 40 ár (Litli leikklúbburinn)
  • Uppsetning á leikritinu Makalaus sambúð og leikferð um Vestfirði (Leikfélag Hólmavíkur)
  • Handverk og hönnun í héraði - ráðstefna og vinnusmiðja (Strandakúnst)

 

Kr. 200.000

  • Búðarvísur - boðið til stofutónleika (Ingunn Ósk Sturludóttir)
  • 15 bátar og einn slippur (Byggðasafn Vestfjarða)
  • RÚN galdraskræða (Strandagaldur ses)
  • Amrandasláttur í dögun (Jón Sigurpálsson)
  • Fimmta árlega húmorsþingið og vetrarhátíð (Þjóðfræðistofa)
  • Stefnumót við listamenn - Þæfðar myndir og listaverk (Sauðfjársetur á Ströndum)
  • Sýning um sögu, mannlíf, náttúru á Grænlandi og tengsl Íslands og Grænlands (Undirbúningsfélag um stofnun Grænlandsseturs í Bolungarvík)

 

Kr. 150.000

  • Námskeiðsferna Litla leikklúbbsins (Litli leikklúbburinn)
  • Steypa - Ljósmyndasýning með alþjóðlegum þátttakendum (Claus Daublebsky von Sterneck)

 

Kr. 100.000

  • Pólsk kvikmyndahátíð 5.-11. maí (Arnaldur Máni Finnsson)
  • Götulist á Ísafirði (Rögnvaldur Skúli Árnason)
  • Horft til baka (Björn Baldursson)
  • Vídeóverk í glugga (Gunnar Jónsson)
  • Flogið til Ísafjarðar (Sögufélag Ísfirðinga)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31