4. desember 2009 |
Menningarráð Vestfjarða á Reykhólum
Úthlutun styrkja Menningarráðs Vestfjarða fer fram í húsakynnum Hlunnindasýningarinnar á Reykhólum kl. 16 í dag, föstudag. Athöfnin er opin öllum og þeir sem standa í eldlínunni í öllu menningarstarfi á Vestfjörðum og sveitarstjórnarmenn eru þar sérstaklega boðnir velkomnir. Á dagskránni eru erindi og afhending styrkja og í lokin á hinni formlegu athöfn verður boðið upp á léttar veitingar.
Alls fá 37 verkefni framlög að þessu sinni. Styrkirnir eru á bilinu 150 þúsund til 1 milljón króna, samtals að upphæð 18,5 milljónir. Umsóknir sem bárust að þessu sinni voru 89 og var samtals beðið um 75 milljónir í verkefnastyrki.
Sjá nánar:
Styrkjum Menningarráðs úthlutað á Reykhólum