Tenglar

13. september 2011 |

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum

Jón Jónsson menningarfulltrúi ávarpar gesti við úthlutun á Reykhólum 2009.
Jón Jónsson menningarfulltrúi ávarpar gesti við úthlutun á Reykhólum 2009.

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarverkefna á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

 

 

Áherslur við seinni úthlutun 2011

 

Hægt er að sækja um stuðning við hvers kyns menningarverkefni, svo framarlega sem umsókn eða verkefni stangast ekki á við úthlutunarreglur sem samþykktar eru við hverja úthlutun. Umsóknir og verkefni hverju sinni eru borin saman á samkeppnisgrundvelli.

 

Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að við seinni úthlutun ársins 2011 verði horft sérstaklega til verkefna sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

  • Verkefni sem efla samstarf á sviði menningarmála á Vestfjörðum.
  • Verkefni sem stuðla að nýsköpun og fjölbreytni í menningartengdum verkefnum.
  • Verkefni sem fjölga atvinnutækifærum á sviði menningar.
  • Menningarstarfsemi sem styður við ferðaþjónustu.
  • Verkefni sem stuðla að þátttöku barna og unglinga í listsköpun og menningarstarfi.

Umsóknarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 6. október. Úthlutun fer fram í nóvember.

 

Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Vestfjarða á til þess gerðu eyðublaði eða í gegnum umsóknarform á vef Menningarráðs Vestfjarða - www.vestfirskmenning.is - undir tenglinum Styrkir. Umsækjendur eru eindregið hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur Menningarráðs á sama stað. Vakin er athygli á þeirri breytingu að fylgiskjöl með umsóknum eru afþökkuð, allt sem skiptir máli á að koma fram í umsókninni sjálfri.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða í síma 891-7372 eða í netfanginu menning@vestfirdir.is.

 

Sjá einnig:

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31