Tenglar

4. mars 2010 |

Menningarráð auglýsir eftir styrkumsóknum

Menningarráð Vestfjarða hefur nú auglýst eftir styrkumsóknum vegna fyrri úthlutunar 2010. Umsóknarfrestur er til sunnudags 28. mars. Bent er sérstaklega á nánari upplýsingar í úthlutunarreglum sem samþykktar hafa verið fyrir þessa úthlutun, en þær er að finna á vef ráðsins á slóðinni www.vestfirskmenning.is. Menningarfulltrúi Vestfjarða, Jón Jónsson, gefur einnig allar nánari upplýsingar í síma 891-7372 eða í netfanginu menning@vestfirdir.is.

 

Samkvæmt ákvörðun stjórnar Menningarráðs Vestfjarða verður litið sérstaklega til menningarverkefna sem fela í sér eftirtaldar áherslur við fyrri úthlutun ársins 2010:

     a. Eflingu samstarfs á sviði menningarmála á svæðinu.

     b. Nýsköpun í verkefnum tengdum menningu.

     c. Fjölgun atvinnutækifæra í tengslum við menningarstarf á svæðinu.

     d. Eflingu menningartengdrar ferðaþjónustu og ferðatengdrar menningarstarfsemi.

 

Á síðasta ári, 2009, fengu samtals 85 verkefni styrki frá Menningarráði Vestfjarða við tvær úthlutanir, á bilinu 50 þúsund til 1,4 milljónir hvert verkefni. Það ár bárust ráðinu samtals 178 umsóknir um stuðning við fjölbreytt menningarverkefni.

 

Menningarráð Vestfjarða

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30