Tenglar

2. janúar 2013 |

Menningarráð sameinað Fjórðungssambandinu

Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða. Nánar í meginmáli.
Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða. Nánar í meginmáli.

Breyting varð á högum Menningarráðs Vestfjarða núna um áramótin þegar það sameinaðist Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Framvegis verður því menningarfulltrúi Vestfjarða starfsmaður sambandsins. Starfsemi ráðsins út á við verður með svipuðu sniði og verið hefur. Núna í fyrri hluta janúar verður auglýst eftir umsóknum bæði um verkefnastyrki og stofn- og rekstrarstyrki.

 

Jón Jónsson á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð hefur gegnt starfi menningarfulltrúa frá stofnun menningarráðs árið 2007 og gerir það áfram. Netfang og sími eru óbreytt, menning@vestfirdir.is og 891 7374, og höfuðstöðvarnar eru eftir sem áður í Þróunarsetrinu á Hólmavík.

 

Menningarráð Vestfjarða hefur alla tíð verið samstarfsvettvangur sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál. Hlutverk þess hefur m.a. verið að samræma aðgerðir á sviði menningarmála á svæðinu, standa fyrir öflugu þróunarstarfi, úthluta fjármagni til menningarverkefna á Vestfjörðum samkvæmt samningi ríkis og sveitarfélaga og hafa eftirlit með framkvæmd þess samnings.

 

Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, er þjóðfræðingur að mennt. Á Kirkjubóli skammt frá Sævangi rétt við mynni Miðdals við sunnanverðan Steingrímsfjörð rekur hann ferðaþjónustu ásamt fjölskyldu sinni. Hann er varaoddviti sveitarstjórnar Strandabyggðar. Fyrir tæpum áratug stofnaði hann fréttavefinn strandir.is og hefur verið ritstjóri hans alla tíð.

 

Á meðfylgjandi mynd er Jón ásamt forstjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar þegar hann var sæmdur Landstólpanum, nýstofnaðri samfélagsviðurkenningu stofnunarinnar, á ársfundi hennar í fyrrahaust.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31