Tenglar

23. júlí 2008 |

Menningarreisa SBK að Reykholti í Borgarfirði

Tenórsöngvarinn Donald Kaasch.
Tenórsöngvarinn Donald Kaasch.

Í tilefni af 75 ára afmæli Sambands breiðfirskra kvenna á þessu ári var ákveðið að efna til menningarreisu á Reykholtshátíð laugardaginn 26. júlí. Þar er ætlunin að hlýða á tenórsöngvarann Donald Kaasch (upplýsingar um hann má finna hér), borða síðan á Hótel Fossatúni og ljúka kvöldinu (ef vilji er til) undir strengjakvartett í Reykholti.

 

Lagt verður upp frá Króksfjarðarnesi kl. 12.10 og frá Samkaupum í Búðardal kl. 13. Tilkynna þarf þátttöku fyrir kl. 12 á hádegi á morgun, fimmtudag, til Jónu Valgerðar í síma 434 7754 eða Þóru í síma 434 1288. Þátttökugjald er kr. 2.500.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31