Tenglar

24. maí 2016 |

Merkur fræðimaður horfinn á braut

1 af 2

Finnbogi Jónsson frá Skálmarnesmúla í Múlasveit í Austur-Barðastrandarsýslu (nú Reykhólahreppi hinum nýja) lést í lok síðasta mánaðar, hálfsjötugur að aldri. Hann var jarðsunginn í Guðríðarkirkju syðra en síðan jarðsettur á bænum þar sem hann fæddist og ólst upp, kirkjustaðnum Skálmarnesmúla. Margvísleg ritstörf munu halda nafni hans á lofti um ókomna tíð, en veigamesta verkið í þeim efnum er ritið mikla Hjalla meður græna, Austur-Barðastrandarsýsla 1900-2012, sem út kom árið 2014.

 

Eftirlifandi eiginkona hans er Þuríður Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru þrjú og barnabörnin orðin sex talsins.

 

Finnbogi ólst upp á Skálmarnesmúla, gekk í farskóla í sveitinni og var tvo vetur á Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði. Tvítugur fór hann til Reykjavíkur og stundaði ýmis verkamannastörf, við hitaveitulagnir, í Hampiðjunni, við fiskverkun og í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, en vann við búskapinn á Skálmarnesmúla á milli. Árið 1973 byrjaði hann að vinna hjá Valgeiri Hannessyni málarameistara, fór síðar á samning hjá honum og lauk sveinsprófi í málaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1979 og síðar fékk hann meistararéttindi. Síðan starfaði Finnbogi við þá iðn meðan heilsan leyfði.

 

Kirkjan á Skálmarnesmúla er bændakirkja og sá Finnbogi alfarið um að halda henni við í fríum sínum og annaðist einnig viðhald á kirkjugarðinum. Allt frá 1998 sinntu Finnbogi og Þuríður ásamt börnum sínum dúntekju á vorin á Skálmarnesmúla og þar komu þau sér upp sumarhúsi. Allan sinn búskap bjuggu þau í Reykjavík.

 

Finnbogi var mikill áhugamaður um að safna sögulegum fróðleik um sínar heimaslóðir og skrifaði frá 2004 fjölda greina í Árbók Barðastrandarsýslu og tók mikið af myndum sem birtust víða. Mikið safn ljósmynda hans er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands. Stærsta verk hans er ritið Hjalla meður græna, sem áður var nefnt, og Útgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða gaf út í ritröðinni Vestfjarðarit.

 

„Með Jesú í Múlasveitinni“

 

Kirkjan á Skálmarnesmúla er þolinmóð allt árið

 

Messan árvissa á Skálmarnesmúla í Múlasveit

 

Myndir frá vísitasíu og messu á Skálmarnesmúla

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31