Messa á Reykhólum - upphaf vetrarstarfsins
Fjölskyldumessa verður í Reykhólakirkju kl. 13.30 á morgun, sunnudag, með yfirskriftinni gæska, góðvild, hjálpsemi. Prestur er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur, barnakórinn hennar Hrefnu Jónsdóttur syngur ásamt kirkjukór Reykhólaprestakalls og Viðar Guðmundsson leikur á orgelið. Fermingarbörn prestakallsins aðstoða en þau dveljast á prestssetrinu um helgina við fræðslu og fjör.
Kaffisopi og kökur í kirkjunni eftir messu. Þau sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir fyrir.
Fólki úr öðrum sóknum Reykhólaprestakalls er sérstaklega boðið til messunnar (látið það berast), en hún markar upphaf vetrarstarfsins í prestakallinu.
Sjálfboðaliðar óskast til að aðstoða þá íbúa Barmahlíðar sem þess óska að komast til kirkju. Vinsamlegast hafið samband við starfsfólk Barmahlíðar og bjóðið fram aðstoð ykkar.