9. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is
Messan í Flatey og Ólafsdalshátíðin
Minnt skal á tvo viðburði í héraðinu núna um helgina, messuna í Flatey og hátíðina í Ólafsdal við Gilsfjörð. Á morgun, laugardag, verður hin árlega messa í Flateyjarkirkju þar sem sr. Elína Hrund predikar, Viðar spilar á nýuppgert orgelið og félagar úr kór Reykhólaprestakalls syngja. Eyjasigling verður að venju í förum. Ólafsdalshátíðin verður haldin á sunnudag, sjötta árið í röð. Hún verður fjölbreytt að venju og raunar verður tekið forskot á sæluna með tveimur dagskrárliðum á morgun (hér er dagskráin í heild).
Nánar um messuna í Flateyjarkirkju