14. febrúar 2010 |
Messur og kaffi á Staðarhóli og Reykhólum
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Reykhólaprestakalli, hefur í nokkur horn að líta í kirkjustarfinu í dag, sunnudaginn 14. febrúar. Kl. 11 er sunnudagaskóli í Reykhólakirkju. Messa er í Staðarhólskirkju í Saurbæ kl. 13.30 og kaffisopi í Tjarnarlundi eftir messu. Kl. 16 verður síðan messa í Reykhólakirkju og kaffisopi á kirkjuloftinu á eftir.