Tenglar

3. ágúst 2008 |

Mesta ferðahelgi sumarsins á Reykhólum

Margir í búðinni á fjórða tímanum í dag.
Margir í búðinni á fjórða tímanum í dag.
1 af 3

Þó að óvenjumargir bílar hafi verið við Hólakaup á Reykhólum á fjórða tímanum í dag (mynd nr. 1) segir Guðrún Guðmundsdóttir að samt hafi öllu fleiri komið í búðina í gær. Hún segir að jafnan komi margir sem eru að fara út í Breiðafjarðareyjar með Eyjasiglingu og síðan komi aftur dálítil skriða að lokinni eyjaferðinni. Myndir nr. 2 og 3 eru frá tjaldsvæðinu við Grettislaug í jaðri þorpsins á Reykhólum, þar sem er prýðileg aðstaða fyrir tjaldvagna og húsbíla og slíkt. Það sem af er þessari helgi hefur verið meiri almenn umferð ferðafólks á Reykhólum en nokkra aðra helgi í sumar. Aftur á móti er ekkert ættarmót á Reykhólum að þessu sinni en á samkomum af því tagi geta gestir skipt hundruðum.

 

Um sextíu manns hafa komið á upplýsingaskrifstofu ferðafólks á Reykhólum í dag. Þar af hafa hátt í fimmtíu farið áfram inn á hlunnindasýninguna. Aðeins einu sinni í sumar hafa fleiri litið þar inn á einum og sama deginum. Það var þegar Breiðfirðingafélagið kom í heimsókn á Reykhóla í lok júní og dvaldist eina helgi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31