Tenglar

2. maí 2011 |

Metaðsókn á táninginn á Hólmavík

Uppfærsla Leikfélags Hólmavíkur á gamanleiknum sprellfjöruga Með táning í tölvunni eftir Ray Cooney hefur fengið fádæma góða aðsókn. Heimamaðurinn Arnar S. Jónsson leikstýrir og fara sjö leikarar með hlutverk. Þrjár sýningar voru á Hólmavík um páskahelgina og hafa þegar rúmlega 300 manns séð leikinn. Búið er að ákveða að næstu sýningar verði á Hólmavík laugardagana 7. og 21. maí.

 

Þá er áformað að sýna á Patreksfirði, Þingeyri og í Bolungarvík rétt fyrir sjómannadag og enda síðan í Árneshreppi kringum 17. júní.

 

Leikfélag Hólmavíkur á 30 ára afmæli á morgun, þriðjudaginn 3. maí. Auk uppfærslunnar á táningnum er ætlunin að minnast afmælisins með fjölbreyttum hætti síðar á árinu, segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir, formaður félagsins.

 

18.04.2011  Táningur í tölvunni á Hólmavík

 

Athugasemdir

solla Magg, laugardagur 07 ma kl: 00:47

Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið leikfélag Hólmavíkur .
Þetta er lang flottasta og fyndnasta leikrit sem ég hef séð á landsbyggðinni . Ég hló allan tímann , leikararnir eru svo frábærir og leikurinn svo fullkominn hjá þeim öllum . Hjartanlegar hamingjuóskir með leiksigurinn , það ætti engnn að láta þetta frábæra leikrit framhjá sér fara . Enn og aftur til lukku með þetta frábæra leikrit . Uppsetningin og hraðinn í þesu er til fyrirmyndar .Gangi ykkur vel .

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31