Tenglar

21. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Metfjöldi á gönguhátíðinni Gengið um sveit

Uppi á Vaðalfjöllum á Jónsmessunótt fyrir tveimur árum. Gauti Eiríksson leiðsögumaður fræðir göngufólk á þessum einstaka útsýnisstað.
Uppi á Vaðalfjöllum á Jónsmessunótt fyrir tveimur árum. Gauti Eiríksson leiðsögumaður fræðir göngufólk á þessum einstaka útsýnisstað.

Gönguhátíðin í Reykhólahreppi um Jónsmessuleytið, Gengið um sveit, sem hefst núna í dag þriðja sumarið í röð, er ljóslega „komin til að vera“ og fjölgar þátttakendum ár frá ári. Vel yfir þrjátíu manns hafa skráð sig í löngu gönguna, kjötsúpugönguna, eða liðlega tvöfalt fleiri en í fyrra. Í styttri göngurnar fjórar hafa samtals um fimmtíu manns skráð sig. Þar er ennþá hægt að bæta við þátttakendum en ekki er lengur hægt að bæta við í löngu gönguna.

 

Hestarnir sem teymdir eru undir börnum verða við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum fram til klukkan fimm í dag.

 

Sama fólkið kemur í göngurnar ár eftir ár, segir Harpa Eiríksdóttir, upphafsmaður og skipuleggjandi göngudaganna. Þar á meðal er fólk sem kemur alla leið af höfuðborgarsvæðinu til að njóta útivistar í Reykhólahreppi um Jónsmessuleytið.

 

Afslættirnir sem þátttakendur í göngunum fá hjá ýmsum fyrirtækjum í Reykhólahreppi hafa mælst vel fyrir. Þetta er örugglega góð kynning fyrir svæðið, segir Harpa. Hún vill taka fram, að þetta væri ekki hægt nema vegna hinna frábæru leiðsögumanna sem tekið hafa að sér að leiða göngurnar þessi ár.

 

Allar nánari upplýsingar er að finna hér

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31