Tenglar

3. júní 2016 |

Miðlæg svínastía á Reykhólum?

María Maack.
María Maack.

Í lóðinni minni á Reykhólum er undirlagið aðallega kísilhrúður sem hefur myndast við hveri. Ef nú stendur til að fá rósarunnana til að blómstra, trén til að vaxa og mynda skjól og sumarblómin til að dafna, þarf að efla jarðveginn svo hann næri betur gróðurinn og haldi betur vatni. Moldin heldur næringarefnum sem gróður nýtir sér við vöxt og viðhald.Ég bý til mold úr afgöngum eldhússins, skít og þörungamjöli. Ég sem sé jarðgeri lífrænan úrgang.

 

Þannig hefst nýjasti pistill (skot) Soffíu frænku hér á Reykhólavefnum, en sú manneskja er annað sjálf Maríu Maack líffræðings á Reykhólum. Síðan gerir hún grein fyrir því hvernig lífrænn úrgangur er jarðgerður, þannig að úr verður molta. Hún kemur með nokkur góð ráð í þeim efnum, en það skemmtilegasta er líklega hugmyndin um „miðlæga svínastíu“ á Reykhólum.

 

Pistilinn í heild má lesa hér og undir tenglinum Skot Soffíu frænku í dálkinum hægra megin, þar sem jafnframt má lesa alla pistlana hennar.

 

Athugasemdir

LARA HALLA MAACK, fstudagur 03 jn kl: 12:35

Það er svo hræðilega vond lykt af svínum, María mín. Pestin berst hingað stundum af Kjalarnesinu. End heimsækir enginn Kjalarnesið. Túristarnir munu flýja ykkur.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31