Tenglar

17. september 2009 |

Miðstöð fræðslu um bátasmíðar verði á Reykhólum

Eggert Björnsson bátasmiður skinnklæddur við nýsmíðina Vinfast í Bátasafninu á Reykhólum.
Eggert Björnsson bátasmiður skinnklæddur við nýsmíðina Vinfast í Bátasafninu á Reykhólum.
Hugmyndir eru uppi um að halda á Reykhólum á komandi vori námskeið í viðgerðum og endursmíði gamalla trébáta. Námskeiðið verði haldið í tengslum við Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, en að því stendur áhugamannafélag sem starfað hefur í nokkur ár. Frumkvæði að þessu á Magnús Ólafs Hansson, verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða á Patreksfirði, og efndi hann í fyrrakvöld til símafundar með nokkrum hópi fólks til að ræða þetta mál. Þar var í meirihluta fólk sem stendur að félaginu um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, þau Hafliði Aðalsteinsson, Eggert Björnsson, Hjalti Hafþórsson og Ásdís Thoroddsen. Einnig Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða á Ísafirði.

 

Á fundinum var rætt sem eitt af framtíðarhlutverkum Bátasafnsins á Reykhólum að koma á tengslum við skóla vítt og breitt um landið í formi fræðslu og námskeiðahalds. Sú hugmynd kom fram, að fyrsta námskeiðið sem yrði á komandi vori yrði haldið með bátasmiðum hjá söfnum eða á vegum safna hérlendis, en þeir eru allmargir. Jón Sigurpálsson kom einnig með þá tillögu að bjóða fulltrúum frá Síldarminjasafninu á Siglufirði á námskeiðið.

 

Magnús lagði fram drög að dagskrá námskeiðsins og voru þau rædd. Þar á meðal voru tillögur að fyrirlestrum ýmissa fagmanna og fræðimanna á sviði bátasmíði og þess búnaðar sem var í gömlu bátunum. Áhöld og verklag yrðu kynnt í bátasmiðjunni á Reykhólum og hún yrði að öðru leyti notuð sem skólastofa. Jafnframt yrði sýnd þar heimildamynd Ásdísar Thoroddsen um smíðina á bátnum Vinfasti í Bátasafni Breiðafjarðar fyrir nokkrum misserum, en hann er endurgerð Staðarskektunnar svokölluðu sem núna er ónýt en er í eigu safnsins.

 

Á það var lögð áhersla, að væntanlegir fyrirlestrar verði þannig úr garði gerðir að úr verði kennsluefni vegna frekari fræðslu og námskeiðahalds. Jafnframt að Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum verði miðstöð fræðslu af þessu tagi.

 

Sjá einnig:

Lentu í sjónum í reynslusiglingunni

Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum

Vefur Bátasafns Breiðafjarðar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30