Tenglar

26. ágúst 2011 |

Mikið af berjum en mun seinna en venjulega

Helga og Þórunn Játvarðardætur frá Miðjanesi í Reykhólasveit voru talsvert berjabláar á höndunum að versla í Hólakaupum á Reykhólum. Þórunn hefur núna verið í berjamó í Reykhólasveit hátt í viku á nærri hverjum degi. Hún segir ótrúlega mikið af berjum og töluvert mikið af öllum sortum, aðalbláberjum, bláberjum og krækiberjum. Þau séu að vísu talsvert missprottin og sprettan seinna á ferðinni en venjulega vegna þurrkatíðarinnar. „En þau eru orðin ótrúlega góð. Aðalbláberin eru yfirleitt nokkuð vel sprottin, krækiberin eru ennþá fremur smá en bláberin eru mjög misjöfn. Sums staðar eru enn bara grænjaxlar en annars staðar eru þau fullsprottin.“

 

Þórunn kemur yfirleitt á hverju ári vestur í berjamó. „Venjulega byrja ég að tína kringum verslunarmannahelgi en það var auðvitað ekki hægt núna. Það var ekki fyrr en eftir miðjan mánuðinn sem eitthvað var sprottið að ráði.“

 

Úr því að fjallað er um þennan jarðargróða má nefna, að núna um helgina er hátíðin Bláberjadagar haldin í fyrsta sinn í Súðavík í Álftafirði við Djúp. Í tengslum við hátíðina verður á sunnudag „bláberjamessa“ í kirkjunni á Eyri í Seyðisfirði við Djúp.

 

Athugasemdir

Orn Eliasson, fstudagur 26 gst kl: 22:26

Kaer kvedja til ykkar, Helga og Porunn. Orn Eliasson (ur Stodinni), i Baltimore eins og er.

Helga Játvarðardóttir, laugardagur 27 gst kl: 08:06

Takk fyrir kveðjuna Örn Eliasson í Baltimore. Mikið er gaman að fá kveðju frá þér. Mér verður oft hugsað til ykkar systkina. Gaman að þú fylgist með Reykhólavefnum. Hér hefur verið fallegt veður, þrátt fyrir ögn kaldara en undanfarin ár. Helga Játvarðardóttir

Sesselja, laugardagur 27 gst kl: 08:15

Gaman að heyra um svona góða berjasprettu, hvar er mesta vonin að finna stór ber ? Hér fyrir sunnan er mjög lítið af berjum því miður. Kv. Sesselja

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30