Tenglar

15. maí 2020 | Sveinn Ragnarsson

Mikil aukning á óflokkuðum heimilisúrgangi

Vart hefur orðið við mikla aukningu á óflokkuðum heimilisúrgangi, sem sem skilað hefur verið í  almenna sorpgáma við flokkunarsvæðið á Reykhólum.  Gámarnir hafa verið yfirfullir og úrgangi komið fyrir við hlið gámanna, sem er skiljanlegt því fólk vill losna við sinn úrgang.

 

Ekki er um að kenna að sorphirðudögum hafi fækkað, en vitað er að þetta vandamál er ekki einungis bundið við Reykhóla, heldur er ástandið svona víðar þessa dagana og gæti sú staðreynd að fólki haldi sig meira heima vegna Covid sett strik í reikninginn.

 

 Á tímabili var flokkun sorps hætt, einmitt vegna Covid, en hún er hafin á ný.  Töluvert af endurvinnanlegu efni er að fara í almenna heimilissorpið.  Frekari flokkun á sorpi gæti hjálpað til við að minnka óflokkað heimilissorp og þannig gert það að verkum að gámar fyllast síður.

 

 Því er biðlað til allra íbúa að kanna hvort hægt sé að flokka meira af endurvinnalegu efni úr heimilissorpinu.

 

  

Athugasemdir

Ingvar Samuelsson, fstudagur 15 ma kl: 18:59

Það sem er malið að það vantar fleiri gama a svæðið til að taka við rusli, flokkunardæmið er lika alltaf fullt buið að vera það sem af er mai.
Sveitarfelagið er buið að vera auglisa mai sem tiltektarmanuð og eðlilega kemur meira rusl a svæðið og engin ilat til að taka við þvi.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31