Tenglar

26. september 2011 |

„Mikil hermdarverk átti að vinna“

Össur Sigurður Stefánsson.
Össur Sigurður Stefánsson.

Tvö innlegg varðandi margumdeildar vegaframkvæmdir í Reykhólahreppi hafa bæst á síðuna Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér til vinstri. Annars vegar athugasemdir varðandi nýjan veg milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði sem Kristinn frá Gufudal sendi Skipulagsstofnun. Hins vegar grein Össurar Sig. Stefánssonar um hálsaleiðina sem áformuð er. Þar segir á einum stað: „Í upphafi var valkostur Vegagerðarinnar að gera upp hálsana. Þá kom í ljós að mikil hermdarverk átti að vinna á því fagra umhverfi sem við höfðum valið fyrir sumarhús okkar. Fara átti upp miðja hlíðina, rústa tikomumiklar Bríkurnar og lyfta veginum með firnamikilli fyllingu í Hálsgil upp á Ódrjúgsháls. Þær verndunaraðgerðir sem við höfðum sætt okkur við áttu greinilega ekki við um ríkisfyrirtækið Vegagerðina.“

 

Og á öðrum stað:

 

„Mér þykir vænt um Teigsskóg og þótt ég sé uppalinn við mikið berjaland í Önundarfirði, þá viðurkenni ég að stærstu aðalbláber er að finna í skóginum. En að þyrma honum með því að rústa náttúruvættum í næsta firði, fórna umferðaröryggi og fara aftur í aldir er hæpið.“

 

Jafnframt segir Össur og spyr í lokin:

 

„Klettsháls var byggður upp fyrir 400 milljónir og hefur aldrei verið eins oft lokaður að vetri til síðan þá. Búast má við því sama um Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Fyrir Vegagerðina er mjög erfitt og kostnaðarsamt að þjónusta fjallvegi fjarri starfsstöðvum hennar. Þótt hið opinbera spari einhverja fjármuni má ekki gleyma aukinni eldsneytiseyðslu, sliti, tímasóun og ófærð með tilheyrandi kostnaði um ókomna framtíð. Er ekki sjálfbærni og sparnaður óendurnýjanlegra orkugjafa á stefnuskrá núverandi stjórnvalda?“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31