Tenglar

6. janúar 2016 |

Mikil mjólkurframleiðsla og birgðir safnast upp

Framleiðsluskylda mjólkur hefur verið lækkuð úr 100% í 80% af greiðslumarki og heildarkvótinn minnkaður úr 140 milljónum lítra í 136 milljónir. Þessum breytingum er ætlað að draga úr mjólkurframleiðslu. Á vegum mjólkuriðnaðarins er einnig unnið að ýmsum breytingum í sama skyni.

 

Þetta kemur fram í umfjöllun Helga Bjarnasonar blaðamanns í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig meðal annars:

 

Lækkun framleiðsluskyldu og kvóta kemur fram í árlegri reglugerð um greiðslumark mjólkur, sem landbúnaðarráðherra hefur gefið út. Framleiðsluskyldan hefur verið aukin síðustu ár til að hvetja til framleiðsluaukningar, en núna þegar framleiðslan er of mikil er klukkan stillt til baka, að tillögu Landssambands kúabænda.

 

Heildarkvótinn var 140 milljónir lítra á síðasta ári. Samtök bænda lögðu til í september að hann yrði 137 milljónir lítra í ár en breyttu tillögu sinni nú í desember og lögðu til að farið yrði í 136 milljónir lítra. Heildarkvótinn skiptir ekki öllu máli því Mjólkursamsalan hefur lýst því yfir að hún standi við gamalt loforð um að greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk sem lögð verður inn í ár.

 

Mjólkurframleiðslan hefur verið mikil undanfarnar vikur, mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en salan aftur á móti aukist hægar en síðustu ár. Það hefur leitt til þess að framleiðslan er umfram innanlandsþörf og birgðir safnast upp. Bændur hafa verið að ræða viðbrögð við þessari þróun.

 

Sjá hér varðandi meðfylgjandi mynd

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31