Tenglar

9. mars 2010 |

Mikils vænst af sameiningu sveitarfélaga

Miklar væntingar eru gerðar til hugmynda um sameiningu sveitarfélaga varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þess er vænst er umbótaferlinu verði lokið árið 2014. „Það var því stór áfangi þegar Kristján L. Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála, og Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ákváðu að móta nýjar leiðir til eflingar sveitarstjórnarstigsins með sameiningum“, sagði Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, í erindi á ráðstefnu fjármálaráðuneytisins, verkefnisins sóknaráætlun 20/20 og Stofnunar stjórnsýslufræða við HÍ, sem haldin var um endurskipulagningu opinberrar þjónustu.

 

„Markmiðið er að styrkja opinbera þjónustu, auka getu sveitarfélaga til að taka við nýjum verkefnum, efla fjármála- og efnahagsstjórn sveitarfélaga og auka lýðræði og valddreifingu“, sagði jafnframt í erindi Ragnhildar.

 

Sameiningarkostir í hverjum landshluta verða metnir og samræmdar tillögur um stækkun og eflingu sveitarfélaga á hverju svæði fyrir sig settar fram til umræðu og afgreiðslu á Alþingi.

 

Þetta kom fram á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31