Tenglar

12. desember 2008 |

Mikilvægi matvælaframleiðslu á Vestfjörðum

Ásgerður Þorleifsdóttir og Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastj. hjá Atvest.
Ásgerður Þorleifsdóttir og Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastj. hjá Atvest.

Nýlega reið Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða á vaðið með verkefni í matartengdri ferðaþjónustu. Ferðamönnum á Vestfjörðum fer stöðugt fjölgandi, en það gefur aukin tækifæri til að kynna matvöru með sérkennum hvers svæðis fyrir sig. „Þannig nýtist hugmyndaflug heimamanna í vöruþróun, hönnun og framsetningu, sem eykur verðmæti vörunnar og sýnileika staðbundinnar matarmenningar svæðisins. Settur hefur verið af stað forverkefnishópur, sem kemur úr röðum vestfirskra matvælaframleiðenda og framreiðenda ásamt Atvest. Samstarfið mun ná til fyrirtækja og einstaklinga í vinnslu á fiski, kjöti, mjólkurafurðum, grænmeti, drykkjarvöru og fleiri afurðum, ásamt verslunum, ferðaþjónustuaðilum og veitingastöðum", segja þær Ásgerður Þorleifsdóttir, Guðrún Eggertsdóttir og Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjórar Atvest, í ítarlegri grein hér á vefnum.

 

Þar segir einnig m.a.:

 

„Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að auka veltu og söluhagnað á vestfirskum matvælum til ferðamanna, heimamanna og neytenda almennt. Fjölmargir framleiðendanna eru smáir og því er samstarf þeirra mikilvægt til að auka verðmæti á eigin framleiðslu. Þeir geta sérhæft sig í framleiðslu fyrir minni markaði, t.d. ferðaþjónustuna. Þannig hafa þeir áhrif á verð og útlit vörunnar, þá getur sérstaða hvers framleiðanda betur fengið að njóta sín og rekjanleiki afurða orðið meiri."

 

Og ennfremur:

 

„Fjölmörg verkefni sem fela í sér þróun á matvælum eru nú þegar farin af stað á Vestfjörðum og má þar nefna áframrækt á þorski, bleikjueldi og væntanlega kræklingarækt, sem munu skapa mikla sérstöðu í framleiðslu. Önnur sjálfstæð verkefni má nefna, s.s. sérhæfða framleiðslu á lamba- og kindakjöti, en mikill áhugi virðist vera á vöruþróun og heimavinnslu afurða. Auk þess vinna Drangsnesingar að vöruþróun á grásleppuafurðum, Patreksfirðingar skoða tækifæri í tengslum við steinbítinn, að ógleymdum sólþurrkaða saltfiskinum á Ísafirði. Hrein náttúra Vestfjarða og lífræn vottuð landssvæði skapa auk þess tækifæri til að búa til lífrænar afurðir eins og bláber, krydd, te og jurtaveigar og fleiri afurðir í landbúnaði í hæsta gæðaflokki."

 

Grein verkefnastjóranna er að finna í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér til vinstri undir fyrirsögninni Mikilvægi matvælaframleiðslu á Vestfjörðum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30