Tenglar

23. apríl 2010 |

„Mikilvægt að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi“

Tófan er eftirsótt þegar kemur að náttúrutengdri ferðaþjónustu. Mynd: melrakkasetur.is.
Tófan er eftirsótt þegar kemur að náttúrutengdri ferðaþjónustu. Mynd: melrakkasetur.is.
Ester Rut Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Melrakkaseturs Íslands í Súðavík, segir að finna þurfi leiðir til að auka þolmörk dýranna sem eru höfð til sýnis í tengslum við náttúrulífstengda ferðaþjónustu án þess að valda þeim skaða eða eyðileggja möguleika til frekari afnota af þeim í framtíðinni. Náttúrulífstengd ferðaþjónusta eða Wildlife Tourism er vaxandi atvinnugrein á Íslandi og víðar um heim. Sem dæmi má nefna fuglaskoðun, hvalaskoðun og selaskoðun. Milljónir manna ferðast um heiminn í þeim tilgangi að skoða og „safna“ tegundum. Fuglaskoðunarferðir eru oft samtvinnaðar skoðun á öðru dýralífi og skipuleggur stór hluti fuglaáhugamanna ferðir sínar gagngert til að sjá önnur villt dýr. Dæmi um eftirsóttar dýrategundir eru heimskautsdýr, t.d. hvítabirnir, rostungar, selir, hvalir og heimskautarefir (melrakkar).

 

Í fyrirlestri Esterar á ráðstefnunni Umhverfisvottaðir Vestfirðir um síðustu helgi kom fram, að aukin ásókn ferðamanna í að upplifa villt dýralíf í náttúrlegu umhverfi hefur verið nokkuð til umræðu vegna þess að þar stangast á verndunarsjónarmið og vaxandi hagnaðarvon. Í fyrirlestrinum var fjallað um dýr sem auðlind í ferðaþjónustu og mikilvægi þess að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi. Minnti hún á skyldur fólks gagnvart náttúrunni og villtu dýralífi, hversu fábrotin íslenska fánan er og vistkerfin einföld en jafnframt viðkvæm.

 

„Krafa um sjálfbærni hefur aukist því ferðamenn hafa aukna umhverfisvitund og vilja vottun eða staðfestingu. Til að þetta sé hægt þarf að sinna rannsóknum á þeim dýrastofnum sem um er að ræða og áhrifum þess að auka ásókn ferðamanna inn á búsvæði þeirra. Aukin þekking hjálpar okkur til að treysta undirstöðu þessarar nýju atvinnugreinar, afkomu þeirra sem að henni starfa og notkun auðlindarinnar til langs tíma“, sagði Ester Rut í fyrirlestrinum.

 

bb.is

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31