Tenglar

9. febrúar 2017 | Umsjón

Miklar breytingar á stjórn Breiðfirðingafélagsins

Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík. Mynd: Já 360.
Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík. Mynd: Já 360.

Fjögur af fimm í stjórn Breiðfirðingafélagsins gefa ekki kost á sér áfram við stjórnarkjör á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 23. febrúar. Það eru þau Snæbjörn Kristjánsson formaður, Hörður Rúnar Einarsson gjaldkeri og Finnbjörn Gíslason og Sigrún Eyjólfsdóttir meðstjórnendur. Hörður Rúnar hefur verið í stjórninni meira en þrjátíu ár.

 

Snæbjörn hefur gegnt formennsku í félaginu í tíu ár. Í inngangi sínum í nýútkomnu fréttabréfi félagsins segir hann:

 

Þar sem þetta er síðasta fréttabréfið sem ég skrifa vil ég þakka félagsmönnum fyrir margar ánægjulegar og gefandi stundir sem við höfum átt saman. Ég hef eignast góða kunningja og vini í gegnum þessi tíu ár sem formaður félagsins og þakka kærlega fyrir það.

 

Breiðfirðingafélagið

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31