Tenglar

6. apríl 2009 |

Miklar hræringar á fylgi flokkanna í NV-kjördæmi

Smellið á til að stækka (ruv.is).
Smellið á til að stækka (ruv.is).

Verulegar breytingar virðast verða á fylgi stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi ef marka má nýja könnun Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið sem birt var í dag. Vinstri græn mælast stærsti flokkur kjördæmisins og bæta við sig nærri 10 prósentustigum, fara úr 16% í kosningunum 2007 í 25,7% í þessari könnun. Samkvæmt þessu bætir flokkurinn við sig einum manni og fengi tvo. Samfylkingin bætir einnig við sig fylgi, fengi nú 24,7% en hafði 21,2% árið 2007. Samfylkingin fékk tvo þingmenn kjörna síðast og það yrði óbreytt.

 

Sjálfstæðisflokkurinn tapar samkvæmt könnuninni, fær nú 23,9% en hafði 29,1% síðast. Flokkurinn tapar einum manni af þremur sem hann fékk árið 2007. Framsóknarflokkurinn fær nú 19,5% og bætir lítillega við sig frá kosningunum þegar hann fékk 18,8%. Það nægir til að flokkurinn fengi tvo menn kjörna í stað eins.

 

Fylgi Frjálslynda flokksins hrynur, fer úr 13,6% árið 2007 í 3,9% í könnuninni. Flokkurinn kæmi ekki manni á þing né Borgarahreyfingin með 1,9% eða Lýðræðishreyfingin með 0,5%.

Skipting jöfnunarsæta er ekki skoðuð út frá niðurstöðum þessarar könnunar en Frjálslyndir fengu jöfnunarsæti í kjördæminu 2007.

 

Niðurstöðurnar eru úr net- og símakönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 2. til 5. apríl. Heildarúrtak var 800 manns og svarhlutfall 60,2%.
 

Könnun Capacent Gallup í heild (pdf-skjal).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31