Tenglar

5. júlí 2009 |

Miklar slitlagslagnir að undanförnu

Borgarverksmenn í kaffipásu í Hólakaupum á Reykhólum.
Borgarverksmenn í kaffipásu í Hólakaupum á Reykhólum.
1 af 2
Vinnuflokkur frá Borgarverki lagði fyrir helgina nýtt slitlag af olíumöl á Maríutröð. Það er vegurinn þaðan sem beygt er niður að Reykhólum og niður að Suðurbraut fyrir neðan Reykhólaþorp þar sem farið er inn á iðnaðarsvæðið og gámasvæðið. Þetta er um 1.200 metra spotti. Slitlagið nýja er þegar vel troðið enda hefur umferð verið geysimikil síðustu daga, ekki síst vegna ættamóta á Reykhólum og í Bjarkalundi.

 

Einnig lagði vinnuflokkur þessi nýtt slitlag á stóra kafla af veginum frá vegamótunum skammt frá Bjarkalundi og út að Reykhólum, en sú leið er um 14 kílómetrar. Sumir kaflar þessarar leiðar sem voru í góðu lagi voru látnir eiga sig. Aðrir voru orðnir mjög þurfandi fyrir nýtt slitlag þar sem á undanförnum árum var komin bót við bót og jafnvel bót á bót ofan en eru nú í hinu besta standi.

 

Áður var búið að leggja nýtt slitlag á langa kafla á leiðinni frá Gilsfjarðarbrú og vestur undir Bjarkalund og líka í Saurbænum og suður um Dali. Stökkpallarnir vinsælu á veginum í Saurbænum eru þó enn á sínum stað eins og þeir verða óþyrmilega varir við sem aka eitthvað að ráði yfir leyfilegum hraða.

 

Nokkur ár eru síðan komið var bundið slitlag á alla leiðina milli Reykjavíkur og Reykhóla. Leiðin yfir Svínadal var síðasti kaflinn sem eftir var en þar var síðan lagður nýr vegur.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30