Tenglar

23. janúar 2016 |

Milljónagjöf og sjúkrabörur til björgunarsveitarinnar

Finnur, Eiríkur, Bolli, Egill og Bjarni töframaður. Myndina tók hirðljósmyndari verksmiðjunnar.
Finnur, Eiríkur, Bolli, Egill og Bjarni töframaður. Myndina tók hirðljósmyndari verksmiðjunnar.
1 af 2

Þegar Þörungaverksmiðjan á Reykhólum endurnýjaði fyrir skömmu sjúkrabörur í skipi sínu Gretti var tækifærið notað og líka keyptar börur handa björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi. Þær voru afhentar við hátíðlega athöfn á kaffistofu verksmiðjunnar og var fyrri myndin tekin við það tækifæri.

 

Lengst til vinstri á myndinni er Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmðjunnar, síðan eru með börurnar þrír stjórnarmenn í björgunarsveitinni, þeir Eiríkur Kristjánsson, Brynjólfur Víðir Smárason formaður (Bolli) og Egill Sigurgeirsson, og loks Bjarni Þór Bjarnason (Bjarni töframaður eins og Finnur kemst að orði). Segja má að Bjarni sitji báðum megin borðsins eða jafnvel hringinn i kring: Hann er allt í senn liðsmaður í björgunarsveitinni og slökkviliðinu og starfsmaður verksmiðjunnar.

 

Á mynd nr. 2 er Þorgeir Samúelsson, starfsmaður Þörungaverksmiðjunnar. Hann skipulagði afhendinguna á sjúkrabörunum, en jafnframt er hann að sögn Finns Árnasonar „sérlegur hirðljósmyndari verksmiðjunnar“.

 

Þess má jafnframt geta, að Þörungaverksmiðjan hefur styrkt björgunarsveitina Heimamenn með tveggja milljóna króna framlagi vegna kaupa hennar á björgunarbátnum sem hér hefur áður verið greint frá.

 

Björgunarbáturinn, upplýsingar og myndir

 

Athugasemdir

Eyvindur, sunnudagur 24 janar kl: 05:40

Takk og takk, frábært framtak

María, mnudagur 25 janar kl: 15:45

Góð selfí af Þorgeiri

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30