Tenglar

5. janúar 2017 | Umsjón

Minjar í Ólafsdal, kynslóðaskipti á Landbúnaðarsafni

Bjarni Guðmundsson spilar og syngur á fyrstu Ólafsdalshátíðinni sumarið 2008.
Bjarni Guðmundsson spilar og syngur á fyrstu Ólafsdalshátíðinni sumarið 2008.
1 af 3

Hjá Landbúnaðarsafni Íslands er komin út skýrsla um ræktunarminjar í Ólafsdal við Gilsfjörð, sem Ragnhildur Helga Jónsdóttir og Bjarni Guðmundsson unnu í samvinnu við Ólafsdalsfélagið og fyrir atbeina þess með styrk frá Alþingi. Skýrslan gefur hugmynd um þær miklu ræktunarminjar, flestar frá fyrri aldamótum, sem er að finna í Ólafsdal og gera staðinn afar verðmætan í ljósi íslenskrar búnaðarsögu.

 

Um þetta segir á vef Landbúnaðarsafns Íslands:

 

Unnið er að almennri fornleifaskráningu í Ólafsdal og mun þessi skýrsla nýtast vel til hennar. Með rölti um Ólafsdal má fræðast um ræktunarhætti á fyrstu árum innlendrar búnaðarfræðslu. Með skýrsluna við hendina er hægt að ganga á margar minjanna og fræðast um hlutverk þeirra og samhengi. Ýmislegt er þó enn órannsakað þar vestra frá brautryðjandastarfi Torfa skólastjóra Bjarnasonar. Standa vonir til þess að það megi gera á næstu árum.

 

Skýrsluna má sækja hér (pdf)

 

Varðandi höfundana má geta þess, að núna um áramótin lét Bjarni Guðmundsson prófessor emeritus af daglegri stjórn Landbúnaðarsafnsins en Ragnhildur Helga tók við (nánar hér).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31