Tenglar

16. apríl 2015 |

Minjar í stórhættu vegna sjávarrofs

Úr einu af myndskeiðum Eyþórs.
Úr einu af myndskeiðum Eyþórs.

Áhugafólk um minjar í hættu og Minjastofun Íslands boða til ráðstefnu um alvarlega stöðu minja sem eru í hættu vegna ágangs sjávar. Hún verður í salnum Kötlu á Hótel Sögu kl. 13-16.30 núna á laugardag, 18. apríl, og öllum opin. Ráðstefnan ber heitið Strandminjar í hættu - lífróður og munu innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um minjar við strendur landsins, stöðu mála og hvað hægt er að gera til að takast á við þróunina.

 

Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs, ekki síst minjar um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld. Hérna er um að ræða ómetanleg menningarverðmæti sem eru nær órannsökuð og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn.

 

Frumkvæði að ráðstefnunni á Eyþór Eðvarðsson, sem segir stöðuna í þessum málum alveg skelfilega. „Það er menningarlegt stórslys að eiga sér stað við strendurnar þar sem þær minjar sem standa næst sjónum eru að hverfa á svakalegri ferð þessa dagana og þessi árin,“ sagði hann í fyrir skömmu í fréttaviðtali, sem hér má heyra í heild.

 

Eyþór hefur gert mörg myndskeið og þætti um þessi efni víða um land, eins og hér má sjá (athugið líka dálkinn þar hægra megin).


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun setja ráðstefnuna. Fyrirlesarar verða Birna Lárusdóttir, Þór Hjaltalín, Hjörleifur Guttormsson, Egill Ibsen, Tom Dawson og Eyþór Eðvarðsson, og síðan verða umræður.

Strandminjar í hættu - lífróður (Facebook-síða verkefnisins)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31