13. apríl 2010 |
Minningarathöfn í Patreksfjarðarkirkju
Minningarathöfn verður í Patreksfjarðarkirkju í kvöld, þriðjudag, vegna þeirra Pólverja sem fórust í hinu hörmulega slysi í Smolensk í Rússlandi á laugardag. Athöfnin hefst kl. 20. Fólk er hvatt til að koma og sýna samhug í verki. Meðfylgjandi myndir voru teknar í versluninni Fjölval á Patreksfirði þegar hluttekningarbók var lögð þar fram. Framámenn í Vesturbyggð skrifuðu fyrstir í bókina.
Má þar nefna sr. Leif Ragnar Jónsson sóknarprest í Vesturbyggð, sem flutti huggunarorð til viðstaddra, Úlfar Lúðvíksson sýslumann, Úlfar Thoroddsen forseta bæjarstjórnar, Ragnar Jörundsson bæjarstjóra, Jónas Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjón og Skjöld Pálmason framleiðslustjóra Odda. Þá má geta þess að Elzbieta Kowalczyk flutti nokkur orð á pólsku til samlanda sinna.
Má þar nefna sr. Leif Ragnar Jónsson sóknarprest í Vesturbyggð, sem flutti huggunarorð til viðstaddra, Úlfar Lúðvíksson sýslumann, Úlfar Thoroddsen forseta bæjarstjórnar, Ragnar Jörundsson bæjarstjóra, Jónas Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjón og Skjöld Pálmason framleiðslustjóra Odda. Þá má geta þess að Elzbieta Kowalczyk flutti nokkur orð á pólsku til samlanda sinna.
Inngangsorð bókarinnar eru á þessa leið:
Við undirrituð vottum aðstandendum þeirra sem fórust í hinu hörmulega flugslysi laugardaginn 10. apríl 2010 í Smolensk í Rússlandi innilegustu samúð okkar og pólsku þjóðinni allri. Megi almáttugur Guð koma til ykkar með blessun sína og huggun í þessari miklu sorg.
Með vinakveðju.
My niżej podpisani łączymy się w bólu z rodzinami i bliskimi tych którzy zginęli tragicznie w katastrofie polskiego samolotu prezydenckiego w sobotę 10 kwietnia 2010 roku w Smoleńsku, oraz z całym Polskim Narodem. Niech Bóg Wszechmogący wspiera Was Swoim Błogosławieństwem w tych bolesnych chwilach.
Z przyjacielskimi pozdrowieniami.