Tenglar

5. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Minnisstæð læknisvitjun að Skálanesi árið 1981

Sigurbjörn Sveinsson.
Sigurbjörn Sveinsson.
1 af 2

Sigurbjörn Sveinsson heilsugæslulæknir og fyrrv. formaður Læknafélags Íslands rifjar upp í nýjasta hefti Læknablaðsins eftirminnilega ferð í læknisvitjun í mars 1981 eða fyrir réttum þriðjungi aldar. Ferðin sú var hvorki stutt né auðhlaupin á snjóþungum vetri; liðlega 120 kílómetrar frá Búðardal og allt vestur á Skálanes í Gufudalssveit. Meðal annars var farið á vélsleða yfir ísilagt mynni Þorskafjarðar og land tekið við Gufufjörð utanverðan og var sleðastjórinn Þorgeir Samúelsson frá Höllustöðum. Frásögn Sigurbjörns læknis hefst á þessa leið:

 

 

Vegabætur á veginum til Vestfjarða hafa verið til umræðu að undanförnu og er tekist á um vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. Því rifjaðist upp fyrir mér löngu liðinn atburður úr einni lítilli læknisævi.

 

Sunnudaginn 15. mars 1981 fékk ég símtal frá Skálanesi vegna veikinda Ingibjargar Jónsdóttur, konu Jóns Einars Jónssonar bónda á Skálanesi. Margir sem fóru um hlaðið á Skálanesi á leið sinni vestur á firði minnast Jóns. Hann rak þar útibú Kaupfélags Króksfjarðar, seldi bensín og olíur en einkum og sér í lagi óbarinn vestfirskan harðfisk og vísaði viðskiptavinunum á klubbu og stein handan vegar.

 

Ég var læknir í Búðardal á þessum tíma og náði svæði heilsugæslustöðvarinnar í Búðardal að hreppamörkum Gufudalssveitar og Múlahrepps á Klettshálsi. Var það um 150 km vestan við Búðardal. Þá var enn búið á mörgum bæjum í Gufudalssveit, meðal annars á þremur bæjum í Kollafirði. Liðlega 120 km voru frá Búðardal á Skálanes. Ég mat vandann þannig að sinna þyrfti sjúklingnum án tafar.

 

 

Frásögn Sigurbjörns í heild má lesa hér á vef Læknablaðsins.

 

Athugasemdir

Magnús S.Gunnarsson, mnudagur 08 september kl: 12:50

Það er öllum hollt að lesa þessa frásögn. Þekki þetta landsvæði.Geri mér alveg grein fyrir því hvernig þetta hefur verið í þessari tilteknu ferð/læknisvitjun,hafandi verið í sveit í Reykhólahreppi og Geiradalshreppi,fæddur í Reykhólahreppi hinum gamla.Hafðu þökk fyrir þessa grein,en einhverjar vegabætur hafa verið framkvæmdar,kannski má nefna þær framfarir,en ekki ef við miðum við aðra staði landsins,á þessu svæði eru víða vegir sem eru um hálfrar aldar gamlir að ég hygg,kannski ekki,það leiðréttir mig þá einhver ef ég fer með rangt mál um aldur vegarspotta á þessu svæði.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31