Minnt á auglýsingaskilti við Grettislaug
Hér skal minnt á auglýsingaskiltin sem Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi hyggst leigja út innan á skjólveggnum við Grettislaug á Reykhólum. Ætlunin er að þau verði uppi í eitt ár en síðan verður hægt að borga á ný fyrir að hafa þau áfram. Skiltin fást í tveimur stærðum: Hæðin er í báðum tilvikum 90 cm en breiddin getur verið einn metri eða tveir metrar. Verðið fyrir árið er kr. 43 þúsund fyrir minni skiltin en kr. 63 þúsund fyrir stærri skiltin.
Þeir sem vilja notfæra sér þetta (og styrkja um leið starf félagsins) láti vita í netfangið gustafjo@mmedia.is ekki seinna en 31. maí.
Nánari upplýsingar veitir Herdís í síma 690 3825.
Texta og merki (lógó) á skilti þarf að senda í tölvupósti á pdf-formi.
Skilti eins og um ræðir (stærri gerðina) má sjá á myndunum sem hér fylgja.