27. apríl 2017 | Sveinn Ragnarsson
Minnt á aukaúthlutun, frestur til 7.maí
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða býður íbúum fjórðungsins í annað sinn á þessum vetri að sækja í sjóðinn.
Umsóknafrestur er til miðnættis 7. maí 2017.
Á heimasíðu Fjórðungssambandsins er minnst á að umsóknir kunna að hafa verið misvel unnar þótt ýmsar góðar hugmyndir hafi borist. Því eru allir hvattir til að sækja um að nýju en að vanda vel til verksins og fá aðstoð atvinnuþróunarfulltrúa.
Það er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum.
Hér eru nánari upplýsingar.