Tenglar

1. nóvember 2021 | Sveinn Ragnarsson

Minnt á inflúensubólusetningu

Inflúensubólusetning 2021

 

Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum.

 

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir hópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

 

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Þungaðar konur.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

 

Ofangreindum forgangshópum stendur bóluefni til boða sér að kostnaðarlausu en hvort greiða þarf komugjald á heilsugæslustöð fer eftir stöðu hvers og eins í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.

 

Boðið er upp á eftirfarandi daga vegna bólusetninga fyrir forgangshópa en einnig er hægt að fá tíma á öðrum dagsetningum eftir aðstæðum. Bóka þarf tíma.

 


 

Búðardalur - miðvikudagur 27. okt. / föstudagur 29. okt. / fimmtudagur 4. nóv.

Reykhólar - þriðjudagur 2. nóvember

 

Til að flýta fyrir er best að vera í stutterma bol eða skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg. Munið eftir grímu og komið ekki í bólusetningu ef einhver kvef eða covid einkenni eru til staðar.

 

Frá 8. nóvember verður opnað fyrir bólusetningar gegn inflúensu fyrir þá sem ekki tilheyra forgangshólpum.

 

Nánari upplýsingar er að finna á vef landlæknisembættisins www.landlaeknir.is/ og einnig á heilsuvera.is

 

Krabbameinsleit hjá konum

 Helga Hreiðarsdóttir ljósmóðir verður með móttöku vegna leghálssýnatöku miðvikudaginn 10. nóvember.  Konum sem hafa fengið boðsbréf er boðið að panta tíma en einnig geta ófrískar konur fengið viðtalstíma hjá Helgu.

 

Vakin er athygli á að yfirlit yfir fyrri skoðanir er aðgengilegt á vefnum island.is / mínar síður / skimun, fyrir þær sem eru með rafræn skilríki eða íslykil. 

 

Tímabókanir eru í síma 432 1450 (Búðardalur) eða 432 1460 (Reykhólar)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31