Minnt á mannúðarstarf fyrir jólin
Eins og undanfarin ár er samstarf um matarúthlutun fyrir jólin á milli Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar. Á mánudag var byrjað að senda matargjafir út á land. „Matarsendingar út á land hafa tvöfaldast frá því í fyrra", segir á vef Rauða krossins. „Veruleg aukning er einnig í beiðnum um aðstoð í Reykjavík ... Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja hefur lagt samstarfinu lið með framlögum í vörum, fjármunum, aðstöðu og vinnuframlagi. Er þeim öllum þakkað rausnarlegt framlag sitt til verkefnisins."
Hér á vefnum hafa verið settir inn borðar með tengingum á heimasíður Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar. Þetta er gert til að minna á starf þessara stofnana, svo og annarra sem vinna á þessum vettvangi, ýmist saman eins og fram kemur hér að ofan eða hver í sínu lagi. Sennilega hefur ekki verið öllu almennari þörf á slíkri aðstoð hérlendis síðustu mannsaldrana en einmitt núna. Borðarnir og tenglarnir hér á vefnum fela ekki í sér afstöðu til ákveðinna hjálparsamtaka umfram önnur.