26. október 2012 |
Minnt á nauðsyn endurskinsmerkja
Enn skal minnt á notkun endurskinsmerkja þegar bæði börn og fullorðnir eru gangandi eða skokkandi eða á reiðhjólum á ferð á götum eða vegum í skammdeginu. Götur í sjálfu þorpinu á Reykhólum eru að vísu upplýstar en iðulega eru ýmsir á gangi eða að leik í grenndinni þar sem ekki er lýsing. Endurskinsmerkin eru mjög misjafnlega góð og ekki er alveg sama hvar fólk ber þau á sér. Þó að vissulega sé gott að bera merki ofarlega á líkamanum er kannski einna brýnast að hafa endurskinsbönd neðarlega á fótleggjunum þar sem bílljós grípa þau fyrst.
► Um endurskinsmerki (Umferðarstofa)