8. nóvember 2015 |
Minnt á opna fundinn um jarðvarma á Reykhólum
María Maack á Reykhólum, starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, vill minna fólk á íbúafundinn um jarðvarma sem haldinn verður á Reykhólum núna á miðvikudagskvöld. Ef mæting verður góð getur verið að fleiri efnisflokkar verði teknir til umræðu á síðari fundum. María vill einkum ræða málefni sem eru hagsmunamál hreppsbúa og í þyrfti að móta einhverja sameiginlega framtíðarstefnu.
„Það tengist náttúrulega atvinnumálum og þess vegna er boðað til fundarins. Sjáumst í mötuneytinu um kl. 20 á miðvikudagskvöldið,“ segir hún.
Maria, mnudagur 09 nvember kl: 13:29
Upplýsingar, spurningar og umræður, hugmyndir að breytingum. Hver á hvaða rétt og hvernig getum við nýtt auðlindina betur, - á að lækka hitann í hitaveitunni, á að taka meira vatn upp, hvað gerist ef orkubúið er selt, hver á að borga fóðrun hola eða flutning vatns sem hægt er að endurnýta???? Allt þetta gæti komið upp á fundinum, verið með, hafið skoðun og leggið til uppbyggilegar hugmyndir.