Tenglar

4. október 2021 | Sveinn Ragnarsson

Minnt er á íbúafund í kvöld, 4. okt.

Minnt er á íbúafundinn í kvöld, í matsal Reykhólaskóla, milli kl. 20 og 21:30.

Athugasemdir

Gunnar Sveinsson, mnudagur 04 oktber kl: 18:52

Heill og sæll Svenni,

Treysti á þig að senda okkur allar upplýsingar af þessum góða fundi ykkur á Reykhólum.

Með bestu Flateyjarkveðjum
Gunnar Sveinsson
Eyjólfshúsi, Flatey

Sveinn Ragnarsson, rijudagur 05 oktber kl: 11:45

Sæll Gunnar,
hér á síðunni verða aðgengileg öll gögn sem tengjast þessari valkostagreiningu jafnóðum og þau verða tilbúin. Þetta er verkefni sem tekur nokkurn tíma.

Bestu kveðjur,
Svenni

Gunnar Sveinsson, rijudagur 05 oktber kl: 16:40

Sæll Sveinn,
Takk fyrir þessar upplýsingar. Reyndi að fara inn á slóðina fyrir fundinn en það gekk ekki. Treysti á að fundurinn hafi farið vel fram. En ég rek augun í eitt sem stingur í. Í fréttum þínum af fundinum segir svo "Íbúar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum samráðsforritið menti.com þar til kl 22 á morgun.
"Á morgun" er nú í dag, þriðjudaginn 5. október. Ég spyr; Getum við Flateyingar og aðrir ekki komið okkar sjónarmiðum á framfæri svo mark sé á tekið eftir kl 22:00 þriðjudaginn 5. október???????
Flateyjarkveðjur
Gunnar í Eyjólfshúsi, Flatey

Sveinn Ragnarsson, rijudagur 05 oktber kl: 21:39

Sæll aftur.
Leitt að þú skyldir ekki ná inn á fundinn. Hann fór mjög vel fram.
Það eru engir frestir útrunnir til að koma að sjónarmiðum, þó menti.com sé ekki opið lengur en þetta í bili.
Það eru einmitt allir hvattir til að tjá sig um þessi sameiningarmál, Flateyingar ekki síður en aðrir.
Það er eitt stærsta atriðið í þessu verkefni, að fá fram skoðanir og vilja íbúa sveitarfélagsins í þessum efnum.
Það verður betur kynnt bráðlega hvar fólk getur komið að athugasemdum og sjónarmiðum.
Bestu kveðjur,
Svenni

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31