11. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is
Misjafn hagur hjá fyrirtækjum hreppsins
Þess má geta í framhaldi af frétt hér á vefnum í morgun um ársreikninga Reykhólahrepps og stofnana hans fyrir árið 2012, að nokkur meginatriði í reikningum hafnarsjóðs, leiguíbúða Reykhólahrepps og Barmahlíðar eru samandregin í fundargerðum skipulagsnefndar og stjórnar Barmahlíðar í fyrradag.
Fundirnir voru haldnir á undan aukafundi hreppsnefndar þar sem reikningar þessara fyrirtækja hreppsins voru samþykktir, svo og ársreikningur Reykhólahrepps fyrir árið 2012.
Fundargerðirnar er að finna í reitnum Fundargerðir hér allra neðst á vefnum. Reikningana er að finna undir Stjórnsýsla - Ársreikningar og áætlanir í valmyndinni hér vinstra megin.