Tenglar

13. febrúar 2015 |

Misskiptingin klýfur þjóðina

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Þeir ríku verða ríkari með hverju árinu sem líður. Þeim sem eiga erfitt að veita sér sómasamleg lífskjör fer fjölgandi á sama tíma. Tiltölulega fámennir hópar í þjóðfélaginu hafa sótt sér hærri kauphækkun en almennir kjarasamningar hafa kveðið á um. Enn er þessi þróun í gangi, nú síðast með verkfalli og stórfelldum kauphækkun lækna. Verkafólki er í kjölfarið vísað á 3-4% dyrnar og gert ábyrgt fyrir efnahagslegum stöðugleika í þjóðfélaginu.

 

Þannig hefst grein undir fyrirsögninni hér að ofan, sem Kristinn H. Gunnarsson ritstjóri og fyrrv. alþingismaður sendi vefnum til birtingar. Kristinn heldur áfram:

 

Síðustu 20 árin hefur þróunin verið meira og minna stöðugt í þessa átt. Skattar á háar tekjur og eignir hafa verið lækkaðir og eru ákaflega hóflegir, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Skattar á lágar tekjur og engar eignir eru óhóflegir. Aldraðir, veikir og sjúkir hafa mátt upplífa að að hafa verið ýtt til hliðar og er gert að lifa af litlu og taka upp veskið hvenær sem bankað er upp á hjá heilbrigðiskerfinu. Afleiðingin er stöðug og vaxandi gliðnun í íslensku þjóðfélagi, sem lýsir sér í harðnandi deilum milli þjóðfélagshópa og minnkandi trausti og trú á lykilstofnanir þjóðfélagsins.

 

Grein sinni lýkur Kristinn með þessum orðum:

 

Kjarabarátta verkafólks núna er krafa um meiri jöfnuð í þjóðfélaginu, krafa um ábyrgð ríka fólksins á íslensku velferðarþjóðfélagi, krafa um að allir séu um borð í sama báti og deili þar kjörum.

 

Greinina í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29