Tenglar

9. maí 2011 |

Mistök hjá banka: Tveir seðlar vegna fasteignagjalda

Mistök urðu við útsendingu greiðsluseðla vegna fasteignagjalda í Reykhólahreppi í byrjun mánaðarins, þannig að sendir voru tveir seðlar vegna sömu kröfunnar. Á skrifstofu Reykhólahrepps voru að venju sendir út greiðsluseðlar en Landsbankinn gerði það líka að þessu sinni. Núna eftir samruna Sparisjóðs Keflavíkur við Landsbankann (áður hafði Sparisjóður Vestfirðinga runnið inn í SpKef) sér Landsbankinn um innheimtu í stað Sparisjóðsins áður. Þegar kröfurnar voru stofnaðar í bankanum í þetta sinn jafnframt því sem Reykhólahreppur sendi út greiðsluseðla fór ákveðið ferli í gang hjá Landsbankanum í Reykjavík og þaðan voru líka sendir út greiðsluseðlar.

 

Reykhólahreppur tekur fram, að ekki er verið að innheimta tvöföld fasteignagjöld. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31