Tenglar

28. júní 2016 |

Mjaltastúlkan sem fórst við Flatey

Kevin Martin við mælingar á flakinu. Ljósm. Johan Opdebeeck.
Kevin Martin við mælingar á flakinu. Ljósm. Johan Opdebeeck.
1 af 4

Elsta skipsflak sem vitað er um við Íslandsstrendur er við Flatey á Breiðafirði, kaupfar sem fórst þar í höfninni á 17. öld. Talið er nokkuð víst að þetta sé Melk­meid (Mjalta­stúlk­an), vopnað hol­lenskt kaup­f­ar sem dansk­ur kaupmaður tók á leigu til þess að stunda viðskipti við Íslend­inga. Talað er um í ann­ál­um að þetta hafi verið 1659. Núna í vor unnu vísindamenn að rannsókn á flakinu og kom þar ýmislegt á daginn. Vinn­an næstu mánuðina mun snú­ast um að vinna úr þeim gögn­um og upp­lýs­ing­um sem aflað hef­ur verið.

 

Fyrir nokkru birtist á vefnum mbl.is ítarleg frásögn af rannsókninni, undir fyrirsögninni hér að ofan, ásamt myndunum sem hér fylgja. Frásögnin er birt hér í heild með góðfúslegu leyfi höfundarins, Hjartar J. Guðmundssonar blaðamanns.

 

________________

 

Forn­leifa­rann­sókn stend­ur yfir á elsta skips­flaki sem vitað er um við Íslands­strend­ur, en flakið fannst upp­haf­lega árið 1992 og fór frum­rann­sókn á því fram árið eft­ir und­ir stjórn dr. Bjarna F. Ein­ars­son­ar forn­leifa­fræðings. Rann­sókn­in nú er sú fyrsta sem á sér stað í tæp­an ald­ar­fjórðung, en að henni koma fjór­ir fræðimenn með sérþekk­ingu á sjáv­ar­forn­leifa­fræði og sjáv­ar­líf­fræði.

 

Skipið sem um ræðir var kaup­f­ar sem strandaði í höfn­inni í Flat­ey á Breiðafirði á 17. öld. Talið er nokkuð víst að skipið hafi heitið Melk­meid, eða Mjalta­stúlk­an, og verið vopnað hol­lenskt kaup­f­ar sem dansk­ur kaupmaður að nafni Jon­as Trel­lund tók á leigu til þess að stunda viðskipti við Íslend­inga. Talað er um í ann­ál­um að strandið hafi átt sér stað árið 1659.

 

Fram kem­ur í um­fjöll­un Bjarna í Árbók Hins ís­lenzka forn­leifa­fé­lags árið 1993 að tveir kafar­ar, þeir Er­lend­ur Guðmunds­son og Sæv­ar Árna­son, hafi fundið flakið í ág­úst árið á und­an. Í fyrstu fundu þeir annað flak sem talið hef­ur verið að kunni að vera af dönsku skonn­ort­unni Char­lotte sem sökk í maí 1882. Það er þó ekki víst. Í kjöl­farið fundu þeir hol­lenska skipið.

 

Mjalta­stúlk­an var send til Íslands árið 1659 sam­kvæmt rituðum heim­ild­um. Skipið lá ferðbúið á höfn­inni í Flat­ey í sept­em­ber það ár hlaðið meðal ann­ars blaut­um fiski sem flytja átti til Evr­ópu. Óveður skall þá á með þeim af­leiðing­um að skipið hrakt­ist upp í kletta við höfn­ina og fórst. Einn í áhöfn­inni lést þegar skipið brotnaði á klett­un­um en hinir höfðu vet­ur­setu í Flat­ey.

 

Ef marka má ann­ála héldu áhafn­ar­meðlim­irn­ir til Hol­lands árið eft­ir. Þeir hafi nýtt vet­ur­inn til þess að smíða minna skip til þeirr­ar ferðar. Þegar til Hol­lands kom gáfu þeir skýrslu um at­burðinn. Bjarni seg­ist þó hafa heyrt munn­mæli í Flat­ey þess efn­is að sent hafi verið hol­lenskt skip eft­ir áhöfn­inni og 14 fall­byss­um Mjalta­stúlk­unn­ar en alls óvíst hvort það sé rétt.

 

Þegar Mjalta­stúlk­an sökk lagðist hún á hliðina en hliðin sem sneri upp er að mestu horf­in. Talið er að timbrið úr henni hafi verið fjar­lægt og nýtt. Hugs­an­lega af áhöfn­inni til þess að smíða nýtt skip, hafi það verið gert, eða til húsa­gerðar enda góður viður verðmæt­ur á þeim tíma. Hin hliðin er að mestu und­ir bal­lest skips­ins sem var grjót af ýmsu tagi. Tals­vert mikið er þó enn eft­ir af skip­inu.

 

Kevin Mart­in, doktorsnemi í forn­leifa­fræði við Há­skóla Íslands, fer fyr­ir rann­sókn­inni nú, en hún teng­ist doktors­rann­sókn hans sem fjall­ar um ein­ok­un­ar­versl­un­ina við Ísland á tíma­bil­inu 1602-1787. Með hon­um starfa hol­lensku sjáv­ar­forn­leifa­fræðing­arn­ir Thijs Coen­en og Joh­an Op­de­beeck og Fraser Ca­meron, sjáv­ar­líf­fræðing­ur við Há­skóla Íslands. Þegar blaðamaður heyrði í hon­um var köf­un að flak­inu í Flat­eyj­ar­höfn ný­lokið.

 

Þeir fé­lag­ar hreinsuðu allt að 80 fer­metra svæði þar sem skips­flakið ligg­ur, sam­an­borið við 32 fer­metra í rann­sókn­inni 1993. Fyr­ir 23 árum var not­ast við ýms­an búnað við hreins­i­starfið að sögn Kevins, en í þetta skiptið fór hreins­un­in al­farið fram með handafli og tók sam­tals þrjá daga. Meðal ann­ars hafi þurft að hreinsa sama svæðið aft­ur af þara og öðrum sjáv­ar­gróðri.

 

Kevin, sem búið hef­ur á Íslandi í rúm­an ára­tug, seg­ir að eft­ir rann­sókn á flak­inu hafi hann og sam­starfs­menn hans breitt sér­stak­an dúk yfir það sem hleyp­ir vatni í gegn­um sig en kem­ur hins veg­ar í veg fyr­ir að sjáv­ar­gróður setj­ist á það og valdi skemmd­um á því. Þeir hafi þó notið meðal ann­ars aðstoðar björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar á Akra­nesi og vel­vilja og áhuga Flat­ey­inga.

 

„Mér hef­ur þótt þetta áhuga­vert allt frá því að ég las grein­ina hans Bjarna. Hann hafði í raun­inni aðeins tök á að klóra í yf­ir­borðið og tal­ar um það í grein­inni að rann­sókn hans gæti verið byrj­un­in á ein­hverju viðameira,“ seg­ir Kevin. Skort­ur á fjár­magni og áhuga­leysi eru nefnd í um­fjöll­un Bjarna sem ástæður þess að sjáv­ar­forn­leifa­fræði hafi nær ekk­ert verið sinnt hér við land.

 

Bjarni tal­ar enn­frem­ur um að mikla fjár­sjóði í formi upp­lýs­inga um sögu lands­ins sé vafa­lítið að finna í kring­um landið sem nátt­úr­an vinni smám sam­an á. Hann seg­ir í sam­tali við mbl.is að lítið sé um sérþekk­ingu og reynslu á þessu sviði hér á landi og finn­ist mik­il­væg­ar forn­minj­ar af þess­um toga við landið vær­um við illa í stakk búin til þess að sinna þeim sem skyldi.

 

Kevin seg­ist afar hissa á því að ekki skuli hafa verið lögð meiri rækt við sjáv­ar­forn­leifa­fræði hér á landi í ljósi þess að Íslend­ing­ar eru sjáv­ar­út­vegsþjóð og saga lands­ins samof­in sjáv­ar­út­vegi. „Við vit­um að slík­ar forn­leif­ar hafa varðveist við landið. Marg­ir halda kannski að timbri úr skip­um hafi skolað í burtu en við erum hérna til dæm­is með yfir 400 ára gam­alt skips­flak.“

 

Með rann­sókn sinni hafi þeim fé­lög­um tek­ist að fylla upp í marg­ar eyður í fyrri upp­lýs­ing­um um Mjalta­stúlk­una. Bjarni hafi látið hon­um í té þær upp­lýs­ing­ar sem hann hafi haft og þar á meðal mynd­ir sem hafi verið þær fyrstu sem tekn­ar hafi verið neðan­sjáv­ar hér við land. Til standi meðal ann­ars að setja sam­an þrívídd­ar­mynd af flak­inu með nú­tíma­tölvu­tækni.

 

Hægt sé að teikna upp mjög ná­kvæma mynd af skips­flak­inu með þess­ari tækni niður í smæstu smá­atriði. Verk­efnið framund­an sé meðal ann­ars að nota þær upp­lýs­ing­ar sem þeir hafi aflað í rann­sókn­inni til þess að skapa mynd af skip­inu. Aðspurður seg­ir hann ekki hægt að full­yrða á þessu stigi ná­kvæm­lega hvaða teg­und af skipi hafi verið um að ræða.

 

Til­gang­ur rann­sókn­ar­inn­ar hafi enn­frem­ur verið að kanna hversu mikl­ar skemmd­ir hefðu orðið á því frá því árið 1993. Ljóst er að sögn Kevins að nátt­úru­öfl­in hafi unnið tölu­vert á flak­inu síðan þá.

 

Ýmsir mun­ir hafa fund­ist við flakið. Þar á meðal brot úr hand­máluðu postu­líni. Von­ir standi til þess að fjár­styrk­ir fá­ist til þess að geta stundað frek­ari rann­sókn­ir á því.

 

Vinn­an næstu mánuðina mun snú­ast um að vinna úr þeim gögn­um og upp­lýs­ing­um sem aflað hef­ur verið og að þeirri úr­vinnslu lok­inni gera Kevin og fé­lag­ar ráð fyr­ir að geta dregið upp mun ná­kvæm­ari mynd af skips­flak­inu en áður hafi verið fyr­ir að fara.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31