Tenglar

16. október 2015 |

Mjög fáir sjötugir og eldri í Kaldrananeshreppi

Kort: Landmælingar Íslands (lmi.is).
Kort: Landmælingar Íslands (lmi.is).
1 af 2

Verulegur munur er á hlutfallslegum fjölda roskins og aldraðs fólks eftir sveitarfélögum á Vestfjörðum. Jónas Ragnarsson ritstjóri hefur tekið þetta saman. Þannig eru íbúar 70 ára og eldri með lögheimili í Árneshreppi nærri 84% yfir landsmeðaltali (16,7% af íbúafjölda) en í Kaldrananeshreppi eru þeir innan við helmingur af landsmeðaltali (4,5% af íbúafjölda). Í Reykhólahreppi eru þeir tæplega 40% yfir landsmeðaltali (12,7% af íbúafjölda). Þar er hlutfallið tvöfalt hærra í dreifbýli en þéttbýli (Reykhólar) þar sem hlutfallið er lítillega undir landsmeðaltali.

 

Hlutfallið á landinu er hæst í Tjörneshreppi (23,7% af íbúafjölda) og Helgafellssveit (22,6% af íbúafjölda) en næst á eftir koma Árneshreppur og Skaftárhreppur (16,7% af íbúafjölda).

 

Tölurnar eru miðaðar við byrjun þessa árs.

 

Stækkið töfluna á mynd nr. 2 með því að smella á hana.

 

Jónas Ragnarsson heldur úti síðunni Langlífi.is þar sem stöðugt kemur inn fróðleikur um aldrað fólk á Íslandi.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31