Tenglar

3. júní 2014 | vefstjori@reykholar.is

Mjög naumur meirihluti vill sameiningu

Súluritið sýnir afstöðu til kostanna sex.
Súluritið sýnir afstöðu til kostanna sex.
1 af 2

62 sögðu já en 58 sögðu nei þegar kjósendur í Reykhólahreppi voru spurðir um afstöðu þeirra til sameiningar við annað sveitarfélag eða önnur sveitarfélög í skoðanakönnun samhliða kosningunum á laugardag. Í fyrsta lagi var spurt: Vilt þú að Reykhólahreppur sameinist öðru sveitarfélagi? Ef svarið var já, þá var spurt um afstöðu til þess hvernig slíkri sameiningu skyldi háttað. Gefnir voru sex kostir: Að Reykhólahreppur skyldi sameinast a) Dalabyggð, b) Strandabyggð, c) Dalabyggð og Strandabyggð, d) Vesturbyggð, e) öll sveitarfélög á Vestfjörðum myndu sameinast, f) eitthvað annað. Af þeim sem sameiningu vildu kusu langflestir eða 33 sameiningu við Dala- og Strandabyggð. Atkvæði þeirra sem sögðu já sundurliðast þannig:

  • Ekkert tilgreint - 1 atkv.
  • Dalabyggð - 2 atkv.
  • Strandabyggð - 17 atkv.
  • Dala- og Strandabyggð - 33 atkv.
  • Vesturbyggð - 2 atkv.
  • Öll sveitarfélög á Vestfjörðum - 4 atkv.
  • Annað - 3 atkv.

Auðir seðlar voru 6 og ógildur 1.

 

Athugasemdir

Eyvindur, mivikudagur 04 jn kl: 07:54

Áhugaverð niðurstaða enda bara könnun um atriði sem fæstir hafa hugsað um og nánast tekið ákörðun þarna í kjörklefanum.

Björk Stefánsdóttir, fimmtudagur 05 jn kl: 14:01

Þar er ég sammála þér Eyvindur, þetta var ekkert kynnt fyrir okkur, svo þetta kom mikið á óvart. Ég held að þetta sé ekki marktæk könnun

Björk Stefánsdóttir, fimmtudagur 05 jn kl: 14:04

Eða kannski ekki á komið á óvart, þetta var samþykkt á fundi en það er allt í lagi að kynna þetta aðeins betur, ég bjóst ekki við því að fara að kjósa um þetta þarna

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31