Mjög naumur meirihluti vill sameiningu
62 sögðu já en 58 sögðu nei þegar kjósendur í Reykhólahreppi voru spurðir um afstöðu þeirra til sameiningar við annað sveitarfélag eða önnur sveitarfélög í skoðanakönnun samhliða kosningunum á laugardag. Í fyrsta lagi var spurt: Vilt þú að Reykhólahreppur sameinist öðru sveitarfélagi? Ef svarið var já, þá var spurt um afstöðu til þess hvernig slíkri sameiningu skyldi háttað. Gefnir voru sex kostir: Að Reykhólahreppur skyldi sameinast a) Dalabyggð, b) Strandabyggð, c) Dalabyggð og Strandabyggð, d) Vesturbyggð, e) öll sveitarfélög á Vestfjörðum myndu sameinast, f) eitthvað annað. Af þeim sem sameiningu vildu kusu langflestir eða 33 sameiningu við Dala- og Strandabyggð. Atkvæði þeirra sem sögðu já sundurliðast þannig:
- Ekkert tilgreint - 1 atkv.
- Dalabyggð - 2 atkv.
- Strandabyggð - 17 atkv.
- Dala- og Strandabyggð - 33 atkv.
- Vesturbyggð - 2 atkv.
- Öll sveitarfélög á Vestfjörðum - 4 atkv.
- Annað - 3 atkv.
Auðir seðlar voru 6 og ógildur 1.
Eyvindur, mivikudagur 04 jn kl: 07:54
Áhugaverð niðurstaða enda bara könnun um atriði sem fæstir hafa hugsað um og nánast tekið ákörðun þarna í kjörklefanum.