Tenglar

11. maí 2011 |

Mjög vel bókað í Bjarkalundi í sumar

Opnað var í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit núna um mánaðamótin. Síðustu árin hafa verið miklar framkvæmdir í þessu elsta sumarhóteli landsins en þó einkum þar í kring. Komin eru sex gestahús austan við hótelið sjálft og leigð sem hótelherbergi. Núna í sumar eru í byggingu í hótelinu sjálfu fjögur herbergi með baði og verða þá komin 26 tveggja manna herbergi. Í sumar eru væntanlegir til aðstoðar hóteleigendum tveir þekktir landsliðskokkar sem hafa haslað sér völl í Svíþjóð við endurskipulagningu á veitingastöðum.

 

„Við bindum miklar vonir við þessa menn og ætlum að leggja áherslu á að nýta sem best allt það hráefni sem er hér í næsta nágrenni“, segir Kolbrún Pálsdóttir í Bjarkalundi. Hún segir að bókanir fyrir sumarið séu mjög góðar.

 

Á sínum tíma var Bjarkalundur kjörinn besti áningarstaður ferðamanna um Vestfirði. Fyrir fáum árum voru Vaðalfjöllin fyrir ofan Bjarkalund, kennimark Reykhólasveitar og aðsetur hulduhöfðingja að fornu og nýju, útnefnd einn af fallegustu leynistöðum á Íslandi í alfaraleið.

 

Heimasíða Bjarkalundar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31